Góð bók um tvítyngi með ráðleggingum til foreldra

51bqno9hNSL._SX331_BO1,204,203,200_.jpg

 

Foreldrar tvítyngdra barna hafa margir gert sér grein fyrir því hve flókið það getur verið að halda við báðum málum barns. Til eru fjölmargar bækur um efnið sem eru flestar á erlendum tungumálum.  Albert mælir með bókinni „Be Bilingual“ eftir Anniku Bourgogne þar sem má finna ýmis góð ráð til foreldra sem ala upp tvítyngd börn. Undirtitill bókarinnar er „Practical Ideas for Multilingual Families“ og kemur höfundur víða við, segir frá rannsóknum og ýmsum kenningum um tvítyngi en er líka með gagnleg ráð til foreldra.  Höfundurinn talar af reynslu því hún á sjálf tvítyngd börn.   

 https://www.amazon.com/Be-Bilingual-Practical-Multilingual-Families/dp/9526803701

 

Good book about bilingualism and bilingual upbringing

Creating an environment where a bilingual child can keep both of its languages can be very tricky for most parents. Almost all of the available writing and advice on the subject is only available in languages other than Icelandic.  Albert Publishing recommends the book “Be Bilingual, Practical Ideas for Multilingual Families” by Annika Bourgogne.  Annika herself has bilingual children, and her advice is grounded both in personal experience and in current research and theory on bilingualism.

 https://www.amazon.com/Be-Bilingual-Practical-Multilingual-Families/dp/9526803701

Íslenskar vefsíður um tvítyngi

Screen Shot 2017-10-15 at 16.29.08.png

Foreldrar og kennarar sem vilja skapa börnum sínum gott umhverfi til að viðhalda móðumálunum geta leitað ráða á tveimur íslenskum vefum.  

Móðurmál, samtök um tvítyngi heldur öðrum úti. Þar er Renata Emilsdóttir Peskova formaður og stendur ásamt fleirum fyrir þróttmiklu starfi samtakanna.  

http://www.modurmal.com 

Hinn vefurinn nefnist„Tungumál er gjöf“ og var opnaður í byrjun ársins. Hann er fyrir foreldra og kennara leikskólabarna og er markmiðið með honum að efla mál og læsi barna sem læra íslensku sem annað mál. Vefurinn er framtak Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og hefur Fríða B Jónsdóttir verkefnisstjóri fjölmenningar á fagskrifstofu sviðsins staðið fyrir gerð hans. 

http://www.tungumalergjof.com 

Icelandic websites about bilingualism or bilingual upbringing. 

Parents and teachers who want to help children nurture both or all of their languages can look for advice on two icelandic websites. 

One is run by Móðurmál, the Association on Bilingualism.  Renata Emilsdóttir Peskova is the chairman of this vigorous association. 

http://www.modurmal.com 

The other web was opened in January 2017.  It is for teachers in preschool and parents of bilingual children. Friða B Jónsdóttir at the dpt. of Education and Youth at Reykjavík City is the projects manager.  On the web you can find material useful for preschool teachers and for parents of bilingual children who want to motivate and support their bilingual children 

http://www.tungumalergjof.com

Rafbókin er komin - hún er ókeypis

Þróunarsjóður námsgagna styrkti gerð nýrrar tegundar af rafbók eða vefbók, sem Bókaútgáfan Albert hefur nú gefið út. Ólíkt hefðbundnum rafbókum þá er rafræna útgáfa Von be don, Magnús og Malaika leysa málið vefsíða sem allir geta lesið í tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum, stórum sem smáum án sérstaks forrits.  Hægt er að vista hana sem 'app' í öllum helstu tegundum snjallsíma og spjaldtölva.

Rafbókin er tilraunaverkefni sem blandar saman gömlum og nýjum aðferðum til þess að sem flestir geti lesið bókina. Hún var sett saman af rafbókargerðarmanninum Baldri Bjarnasyni sem auk þess að vera einn af aðstandendum Bókaútgáfunnar Albert starfar hjá Rebus Foundation í Montreal (https://rebus.foundation/). 

Þú getur lesið hana hér  https://rafbok.vonbedon.is/  og vistað hana með því að velja „Add to Home Screen“ bæði í Android og Apple iOS símum og spjaldtölvum.  Í Apple iOS býður Safari upp á þennan möguleika. 

Okkur þætti vænt um að fá að vita hvað þér finnst um bókin og ekki síst ef þér finnst eitthvað mætti betur fara. 


The Ebook Has Been Published And It's Free

The Educational Materials Developement Fund financed the development of a new web-oriented spin on the ebook form, which Albert Publishing has now released. Unlike the more traditional ebook, the electronic version of Von Be Don – Magnús and Malaika Solve the Case is a webbook that anybody can read on any device with a browser without the aid of a special app. It can be saved as an app on most major smartphones and tablets using the browser's built-in 'Add to Home Screen' feature.

The webbook is an experiment that mixes new and old production methodologies and technologies to make it accessible to as many people as is possible. It was produced by web and webbook developer Baldur Bjarnason who, in addition to being a part of Albert Publishing, works for the Rebus Foundation in Montreal, Canada.

You can read the webbook here (https://rafbok.vonbedon.is/). It can be saved onto your device in both Android and Apple iOS devices. (Only in Safari on Apple iOS.)

We appreciate any and all feedback or suggestions you have about both the book and its web-based digital version.

„Ég vildi að ég hefði“

Útvarpsþátturinn „Ég vildi að ég hefði,“ sem fluttur var á Rás 1 í desember varðar okkur svo sannarlega hér hjá Alberti bókaútgáfu því hann er um Magnús Gunnar McCook sem söguhetja okkar í bókinni Von be don heitir eftir. Í þættinum er sagt frá Magnúsi sem flutti barnungur til Bandaríkjanna með móður sinni en missti tengsl við ræturnar og tungumálið. Einnig hvernig hann kynnist hálfsystkinum sínum á Íslandi og hvers vegna hann reynir að læra móðurmál sitt íslensku upp á nýtt.
Hér má hlusta á þáttinn http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/eg-vildi-ad-eg-hefdi/20161217


“Ég vildi að ég hefði,” is radio program about Magnús Gunnar McCook which is the same Magnús our book Von be don is dedicated to and our hero in the story is his namesake. It was published on Rás 1 on 17. December. The program is about how Magnús moved to America as a child and lost contact with his roots. Decades later he gets to know his siblings and tries to learn his mother tongue again. You can listen to the program here http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/eg-vildi-ad-eg-hefdi/20161217  

Parts of it are in English.

Bókatíðindi eru komin

Þetta stendur þar um bókina Vonbedon: „Ævintýrabókin Vonbedon, Magnús og Malaika leysa málið er um orð og tungumál. Hún segir frá krökkum sem komast að því að nágranni þeirra er í raun dreki. Þrjár sögur um dreka eru fléttaðar inn í söguþráðinn og er ein þeirra sagan um íslensku landvættina. Heiti bókarinnar er setning sem annað barnið bjó til þegar það komst að því að til væru mörg tungumál í heiminum.”

Vonbedon fæst í öllum bestu bókabúðum.

Rafbókarútgáfa Von Be Don væntanleg í haust

Þróunarsjóður námsgagna styrkir rafbókaútgáfu barnabókar um tungumál

(English version below.)

Þróunarsjóður námsgagna hefur styrkt gerð rafbókarinnar Von be don, Magnús og Malaika leysa málið. Bókin er um orð, tungumál og dreka og er hugsuð fyrir tvítyngd börn eða börn sem eru að bæta við sig tungumáli. Bókin var styrkt af Barnavinafélaginu Sumargjöf og fæst í Pennanum Eymundsson. Rafbókin kemur út næsta mánuði og verður til að byrja með um tilraunaútgáfu að ræða. Í fyrsta sinn hér á landi er barnabók hönnuð þannig að hentugt verður að lesa hana í snjallsíma og á smærri spjaldtölvum.  Tilraunaútgáfuna verður  til að byrja með hægt að sækja gjaldfrjálst hér á vefsíðu Bókaútgáfunnar Albert.  Ef þið hafið áhuga á að fá tilkynningu þegar hún kemur út þá vinsamlegast skráið ykkur á póstlista.

The Ebook edition of Von Be Don will be released this autumn

The Educational Materials Developement Fund has decided to finance the creation of the ebook edition of Von Be Don. The book is about words, language, and dragons and is intended for bilingual children or children who are learning a new language. The publication of the book was funded by Barnavinafélagið Sumargjöf and is available in Penninn Eymundsson.

An experimental version of the ebook will be published this autumn that is designed to be easy to read on a wide range of devices, from mobile phones to desktop screens. To begin with the ebook will be made available for free here on the website for the publisher Albert. If you are interested in being notified when the ebook is available, please use the form above to register your email address.

Góðar viðtökur

Bókin Von be don, Magnús og Malaika leysa málið kom út 15. apríl og fékk mjög góðar viðtökur. Hún var næst mest selda barnabókin í verslunum Pennans Eymundsson strax vikuna á eftir. Bókinni er ætlað að vekja börn til vitundar um tilvist tungumála og tvítyngi en hún er líka bók um dreka og skemmtilega krakka. 

Rætt var við annan höfund bókarinnar í Mannlega þættinum á Rás eitt föstudaginn 15. apríl. Hún var líka kynnt á Barnamenningarhátíðinni, við opnun myndlistasýningar barna 19. apríl í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Móðurmál, samtök tvítyngdra barna skipulagði sérstakan viðburð í Borgarbókasafninu í Gerðubergi 23. apríl í tilefni af útgáfu bókarinnar. Tíu krakkar skiptust á að lesa bókina og var henni varpað upp á skjá um leið. 

Samtökin Móðurmál skipulögðu upplestur í Gerðubergi

Samtökin Móðurmál skipulögðu upplestur í Gerðubergi