Bókatíðindi eru komin

Þetta stendur þar um bókina Vonbedon: „Ævintýrabókin Vonbedon, Magnús og Malaika leysa málið er um orð og tungumál. Hún segir frá krökkum sem komast að því að nágranni þeirra er í raun dreki. Þrjár sögur um dreka eru fléttaðar inn í söguþráðinn og er ein þeirra sagan um íslensku landvættina. Heiti bókarinnar er setning sem annað barnið bjó til þegar það komst að því að til væru mörg tungumál í heiminum.”

Vonbedon fæst í öllum bestu bókabúðum.