Góðar viðtökur

Bókin Von be don, Magnús og Malaika leysa málið kom út 15. apríl og fékk mjög góðar viðtökur. Hún var næst mest selda barnabókin í verslunum Pennans Eymundsson strax vikuna á eftir. Bókinni er ætlað að vekja börn til vitundar um tilvist tungumála og tvítyngi en hún er líka bók um dreka og skemmtilega krakka. 

Rætt var við annan höfund bókarinnar í Mannlega þættinum á Rás eitt föstudaginn 15. apríl. Hún var líka kynnt á Barnamenningarhátíðinni, við opnun myndlistasýningar barna 19. apríl í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Móðurmál, samtök tvítyngdra barna skipulagði sérstakan viðburð í Borgarbókasafninu í Gerðubergi 23. apríl í tilefni af útgáfu bókarinnar. Tíu krakkar skiptust á að lesa bókina og var henni varpað upp á skjá um leið. 

Samtökin Móðurmál skipulögðu upplestur í Gerðubergi

Samtökin Móðurmál skipulögðu upplestur í Gerðubergi