Um okkur

Bókaútgáfan Albert var stofnuð vegna bókarinnar „Von be don“, Magnús og Malaika leysa málið sem er fyrir börn og fjallar um orð, tungumál og tvítyngi.

Bókaútgáfan sérhæfir sig í útgáfu myndabóka fyrir börn og fullorðna bæði hefðbundnar útgáfur og rafbækur. 

Þeir sem reka bókaútgáfuna eru:  

Brynhildur Jenný Bjarnadóttir lærði myndlist í Lorenzo de’ Medici listaháskólanum í Flórens á Ítalíu. Eftir það fór hún í BA nám í teiknimyndagerð (animation) við University of Wales og tók síða MA gráðu í teiknimyndagerð frá University of the West of England í Bristol. Hún hefur unnið við myndskreytingar og undanfarin ár m.a. teiknað barnabækur og málaði myndirnar í Von Be Don.

Baldur Bjarnason útskrifaðist með BA próf í bókmenntafræði frá Háskóla Ísalnds, MA próf í Interactive Media frá University of the West of England og Phd gráðu í Interactive Media frá sama háskóla. Hann er sérfræðingur í stafrænum framleiðsluferlum í bókaútgáfu, hefur starfað fyrir ýmsar bókaútgáfur, m.a.  sprotafyrirtækið Unbound, í London, Hachette UK og Penguin Random House. Hann hefur búið til og þróað ýmis forrit sem notuð eru við gerð rafbóka.  Ásamt því að vinna fyrir Bókaútgáfuna Albert er hann tækniþróunarstjóri/ Technical Lead hjá REBUS Foundation, í Montreal í Kananda