Bókin Von be don, Magnús og Malaika leysa málið.

Bókin Von be don, Magnús og Malaika leysir málið var gefin út vegna þess að lítið er til af efni á Íslandi fyrir ung börn um tungumál og tvítyngi. Útgáfa bókarinnar var styrkt af Barnavinafélaginu Sumargjöf og rafbókaútgáfan af þróunarsjóði námsgagna. Verið er að þróa rafbók sem lesa má í tölvum en líka í  spjaldtölvum og snjallsímum. 

Hún er um íslenskan dreng og stúlku frá Tanzaníu sem nýlega hafa flutt til Bretlands og eru að læra ensku. Í henni koma fyrir orð og setningar á ensku og swahili. 

Hún er líka ævintýrabók, saga um börn sem hitta mann sem er í raun dreki. Þrjár þjóðsögur um dreka eru fléttaðar inn í söguþráðinn. Ein bresk, önnur frá Afríku og sú þriðja íslensk. Það er sagan um íslensku landvættina og þar má sjá Vopnfirska drekann í öllu sínu veldi. Myndirnar í bókinni voru málaðar með olíulitum 

Nafn bókarinnar, Von be don er setning úr máli sem ein af söguhetjunum bjó til þegar hún uppgötvaði að til væru mörg tungumál.    

Formáli bókarinnar segir frá því hvers vegna hún var gefin út.


Von be don – Formáli

„Stundum kemur fyrir að mig dreymir að ég sé að tala tungumál sem er ekki enska. Orðin koma úr munni mínum en ég veit ekki hvað þau þýða, ég veit ekki hvað ég sjálfur er að segja”.

Lesa formálann →

Von be Don – Introduction

“Sometimes, in my dreams, I'm speaking a language that isn't English. I speak words, but I don't know what they mean. I don't understand what I'm saying.”

Read the introduction →